28/11/2003

Tvær fyndnar:

Af heimasíðu Gullu: Heimagerð jólakort

og svo smá hreyfimynd: Svartur húmor

27/11/2003

Jólabaksturinn

Það var hún Sandra vinkona mín frá gamalli tíð sem sendi mér þessí ágætu húsráð:

Setjið hellu á eldavélinni á lítinn straum. Stráið á heita helluna teskeið af negul, kanil og engifer... sópið fljótt af aftur ... og Bingó! Bökunarlyktin komin.

Kaupið pakka af Homeblest með súkkulaði, skellið örstutt í örbylgjofninn nokkrum kexkökum (muna að taka þær fyrst úr
pakkanum) og fyrsta umferð í jólabakstrinum er fullkomin. Restina kaupið þið í næsta bakarí og setjið í fallega bauka... það er ekki nokkur maður sem sér muninn. (nema þeir sem hafa notað sömu uppskrift : )


Þetta fer að verða svona "Húsráð heimilanna" - síða !!

26/11/2003

Þetta sendi Nína mér í lok sumars:

Sumarbros:

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.

En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!

21/11/2003

Ég gleymdi að taka fram að Nína sendi mér þennan - á ensku - en þar sem dagur íslenskrar tungu er nýliðinn ákvað ég að snara honum á ástkæra, ylhýra !

Konur kunna ráð við öllu ....

Nirfillinn, sem alla sína ævi hafði nurlað og skrapað saman peningum, lá banaleguna. Hann kallaði á konu sína og bað hana að setja alla peningana sem hann átti í hirslum og skápum heima hjá sér í kistuna hjá sér áður en hann yrði grafinn. Hann trúði því að hann gæti haft þá með sér yfir um og lifað góðu lífi af þeim þar, nú eða haldið áfram að safna meiri peningum. Konan var treg til, en lét að lokum til leiðast og lofaði þessu og lagði sál sína að veði.
Nirfillinn dó, var kistulagður í opinni kistu og við útförina stóð ekkjan upp, gekk að kistunni og setti ofan í hana kassa.
Eftir að útförinni var lokið spurði vinkona hennar:
"Á ég að trúa því að þú hafir sett alla peningana í kistuna"?
Ekkjan svaraði: "Ég er trúuð kona og svík ekki loforð sem ég gef deyjandi manni - auðvitað setti ég alla fjárhæðina með í kistuna."
"En, en,....." , vinkonan var alveg orðlaus.
Ekkjan sagði þá: "En ég hugsaði með mér að ef peningar væru til á himnum, þá væru þar líka bankar, svo ég lagði alla peningana inn á bankareikninginn minn og skrifaði svo ávísun handa honum."

12/11/2003

Komið hefur fram sú hugmynd að halda bloggnámskeið fyrir gleðikonur.
Vinsamlega skráið ykkur á kommenta-kerfinu hér fyrir neðan eða látið mig eða Rannveigu vita á annan hátt.

Tölvu-Tóta

11/11/2003

Húsráð fyrir jólin - í boði Rannveigar

Jólahreingerningin

Fyrir þá sem hafa tíma:
Vindið nokkrar tuskur upp úr Þrifi eða Ajaxi og leggið á ofna vítt og breytt um húsið ... og heimilið ilmar af jólahreingerningunni.

Fyrir þá sem ekki hafa eins mikinn tíma er nóg að skrúfa tappann af Þrif-brúsanum og láta hann standa í forstofunni. Þá fer það ekki fram hjá neinum sem kemur í heimsókn að búið er að gera hreint.

Nauðsynlegt getur verið á sumum heimilum að styðja við þessa aðgerð með því að draga úr raflýsingu og nota kertaljós í staðinn... það passar líka miklu betur hvort eð er fyrir stemminguna.

Á "Jólavöllum" ( gatan heitir Furuvellir tæplega 11 mánuði ársins) hafa menn svo fyrir mottó: "Skreytum yfir skítinn" !
Það segir Rannveig mér að minnsta kosti

09/11/2003

3 góðir frá Nínu

Old Relatives
When I was younger I hated going to weddings ... it seemed that all of my aunts and the grandmotherly types used to come up to me, poking me in the ribs and cackling, telling me, 'You're next.' They stopped that shit after I started doing the same thing to them at funerals.

Final Exam
A teacher was wrapping up class, and started talking about tomorrow's final exam. He said there would be no excuses for not showing up tomorrow, barring a dire medical condition or an immediate family member's death. One smart ass, male student said, "What about extreme sexual exhaustion?" and the whole classroom burst into laughter. After the laughter had subsided, the teacher glared at the student, and said,
"Not an excuse, you can use your other hand to write."

Password
A new employee joins the Company, and is required to have a password setup for his computer. The boss directed a secretary to setup the password for him. The secretary asks the man for the password. The man, attempting to embrass the secretary in order to show superiority, said, "Penis." Blushed, the secretary inputted the password Penis, and re-typed it again. Then she hit enter. The whole office heard the secretary bursting out of laughters as a reaction from the computer's screen: "Password rejected. Reason: Too short"