27/02/2004

1. mars 2004

eru liðin fimmtán ár frá stofnun Gleðikvennafélags Vallahrepps !

Til hamingju - konur !

19/02/2004

Nú líður að þorrablóti !

Annað kvöld verður Þorrablót Vallamanna á Iðavöllum. Fyrir nokkrum árum var það fastur liður að glaðar konur hittust kvöldið fyrir blót, mátuðu kjóla og klæði, skiptust á skartgripum og jafnvel fatnaði, dreyptu á sherry eða öðrum konudrykkjum og undirbjuggu sig andlega og líkamlega fyrir átök komandi dags.
Þessi kvöld voru kölluð GLAMOUR-kvöld Gleðikvennafélagsins !

Enn einn siður sem þarf að endurlífga !

10/02/2004

Rannveig klikkar ekki !!

Frá litlu systur kom þessi:

Kona var á tímabili orðin ógnar þreytt á að vera alltaf að tuða um sömu hlutina og enginn á heimilinu virtist hlusta, alla vega ekki fara eftir þessu "elskulega" tuði á nokkurn hátt.
T.d. þetta að taka ekki pappann úr klósettrúllunni og setja í ruslið! Svo hún bara hætti því líka og söfnuðust því upp ansi margar papparúllur. Þetta varð eins konar spennuleikrit að fylgjast með því hvort einhver væri búin að setja í rúllurnar í ruslið! En það gerðist sko ekki! Reiðin magnaðist við hverja rúllu sem bættist í safnið! Þangað til hún gafst upp og settist niður með sínum heittelskaða og orðin frekar reið yfir því að ef hún gerði ekki hlutina þá væri bókstaflega ekkert gert á heimilinu!Alveg með reiðikökkinn í hálsinum byrjaði samtalið
"Það var þetta með pappann úr klósettrúllunum inni á baði" þá greip þessi elska "sem aldrei gerir neitt" fram í og sagði:
"Já, ég sá að þú ert að safna rúllunum, ætlarðu að fara að föndra núna fyrir jólin"?