1. mars 2004
eru liðin fimmtán ár frá stofnun Gleðikvennafélags Vallahrepps !
Til hamingju - konur !
Gleðimenn = glaðir menn
Konur = menn
ergo
eru liðin fimmtán ár frá stofnun Gleðikvennafélags Vallahrepps !
Annað kvöld verður Þorrablót Vallamanna á Iðavöllum. Fyrir nokkrum árum var það fastur liður að glaðar konur hittust kvöldið fyrir blót, mátuðu kjóla og klæði, skiptust á skartgripum og jafnvel fatnaði, dreyptu á sherry eða öðrum konudrykkjum og undirbjuggu sig andlega og líkamlega fyrir átök komandi dags.
Kona var á tímabili orðin ógnar þreytt á að vera alltaf að tuða um sömu hlutina og enginn á heimilinu virtist hlusta, alla vega ekki fara eftir þessu "elskulega" tuði á nokkurn hátt.