30/03/2004

Gönguferð 3. apríl 2004

Hjördís og Rannveig standa fyrir göngu frá vegamótunum við Ásholt (sumarbústaðurinn ofan við Strönd) inn að Gunnlaugsstöðum. Lagt verður af stað kl. 10 að morgni 3. apríl. Konur á Egilsstöðum ætla að hittast við Söluskálann kl. hálftíu og sameinast í bíla þar.

23/03/2004

Rannveig sendi mér þennan boðskap:

Jákvæða hliðin á lífinu

Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.

Lengd mínútu ræðst af því hvoru megin við baðherbergishurðina þú stendur (sérstaklega með fullt hús af ungum konum!)

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni að þú opnaðir.

Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?

Ef Bónus er alltaf að valda verðlækkunum á matvöru, hvernig stendur þá á því, að ekkert er ennþá orðið ókeypis?

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Við gætum lært heilmikið af litunum: sumir eru skírir, sumir fallegir, sumir leiðinlegir, sumir hafa skrítin nöfn og allir eru þeir mismunandi....en þeir geta allir komist ágætlega fyrir í sama kassanum.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann endurtekur ferðina.

Eða eins og einn maður sagði - það er ákvörðun að vera hamingjusamur

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur hugsað til þín í dag!..

"Og þessi einhver var ég.".....

Ekki sitja ein að þessum skilaboðum.....sendu þau til einhvers sem er þér svo mikilvægur.... "NÚNA"..

13/03/2004

JÁ JÁ - það var sko gaman !

Mætingin góð - Kristbjörg kom að sunnan - Þórunn og Anna Birna að norðan - nokkrir nýliðar komu og af þeim sex sem bera ábyrgð á stofnun félagsins, mættu fjórar.

Við borðuðum góðan mat á Gistihúsinu á Egilsstöðum og skemmtum okkur eins og okkur einum er lagið. Mikið var rifjað upp af gömlum, góðum sögum og Anna Birna tók sig til og hripaði niður nokkur gullkorn sem konum hafa hrokkið af munni gegnum árin.
    "Anarkistasamtök sem starfa í grasrót gleðinnar" Rannveig að skilgreina félagsskapinn
    "Það er svo gott að hafa mótvindinn í bakið" Guðlaug í hjólreiðaferðinni góðu kringum Lagarfljótið
    "Glasið er bara fullt alveg niður í botn" Rannveig í sundlaugarteiti á Hallormsstað
    "Við þurfum ekki að vera að finna upp EPLIÐ aftur og aftur" Nína í skipulagsumræðu á kennarastofunni.
    "Nú liggjum við aldeilis í súpunni" Kristín Björk í óskilgreindum vandræðum
    "Hann Nonni hefur alltaf verið mér svona innanfótar" Haft eftir Sif (tilvitnun í ónefnda konu)
    "Við þurftum ekki einu sinni að taka húsmæðralán þegar við byggðum húsið" Haft eftir Sif (tilvitnun í ónefnda konu)

Konurnar fjórar sem tóku þátt í stofnun félagsins reyndu að koma sér saman um hvernig það hefði gengið til. Er skemmst frá því að segja að þær voru engan veginn sammála um atburðarásina. Stofnendurnir verða því skikkaðir til að koma sér saman um eina sameiginlega frásögn - hvort hún verður sannleikanum samkvæm er aukaatriði.

10/03/2004

Jæja, jæja !
Þá er það komið á hreint að það stefnir í góða mætingu á föstudagskvöldið ! A.m.k ein af þeim sem flutt hafa burtu ætlar að mæta - Kristbjörg sjálf. Einnig mun Þórunn Alfreðs vera að hugsa málið og verður sjálfsagt ekki í vandræðum með að skutlast hingað á föstudaginn ef hún er sjálfri sér lík !

Þetta verður skemmtilegt !!

01/03/2004

Búið er að panta borð á Gistiheimilinu Egilsstöðum föstudagskvöldið 12. mars nk. og þær sem ætla að mæta vinsamlegast tilkynni það til Rannveigar. Það má hvort sem er senda tilkynningu í latagreta@hotmail.com eða rannveig@tmd.is

Kveðja

Rannveig

Og svo væri hægt að skrá sig hér fyrir neðan:


Ný hugmynd komin fram: Gistihúsið á Egilsstöðum 12. mars - skoðið kommentin á síðustu færslu !

Afmælisveisla !!

Fram hefur komið sú hugmynd að hittast á CN (Café Nielsen) á laugardaginn kemur 6.mars- annað hvort í léttan kvöldverð eða þá í síðdegiskaffi ! Hvernig líst ykkur á það ?