11/06/2004

Rannveig með einn góðan !!

Barnið kom til ömmu sinnar og sagði:

"Amma, hvað er það aftur kallað þegar einhver sefur ofan á einhverjum öðrum ?"

Amman roðnar aðeins við og hugsar: "Nú, nú, svona er nú tíminn fljótur að líða. Blessað barnið farið að velta ýmsu fyrir sér."
Segir svo við barnið: "Það er kallað að elskast".

Daginn eftir kemur barnið aftur til ömmu sinnar og segir: "Amma, þetta var alveg kolvitlaust hjá þér. Þetta eru kallað að sofa í kojum."