Lúðukvöld Gleðikvennafélags Vallahrepps.
Ákveðið hefur verið að halda Lúðukvöld að Reynivöllum 14 laugardagskvöldið 10. september nk. og hefst það kl. 20.00 stundvíslega.
Fyrirkomulag verður á þann hátt að húsfreyjan mun sjóða súpu í stórum potti.
Hver félagskona kemur svo með hrátt fiskstykki með sér (óþarfi að taka með sér heilan fisk). Það má vera lax, silungur, lúða, þorskur eða hvað sem ykkur dettur í hug. Rækjur eru líka góðar í súpuna. Einhverjar gætu líka tekið með sér brauð í staðinn fyrir að koma með fiskstykki. Ath. að hafa fiskinn ekki frosinn.
Síðan verður snætt og spjallað fram á rauða nótt.
Hver og ein hefur með sér þau drykkjarföng sem henni hugnast að neyta á þessu væntalega ljúfa kvöldi.
Þær sem luma á góðum skemmtiatriðum, leikjum eða söngtextum, hafi slíkt með sér.
Sjáumst keikar.
Nefndin