30/08/2005

Myndir úr Stórurðargöngu

Í göngunni um daginn, klikkaði myndavélin mín í upphafi ferðar og því gat ég engar myndir tekið í ferðinni.  Mig langar hins vegar mjög mikið í myndir og auglýsi hér með eftir þeim.  Er reyndar búin að fá nokkrar hjá Gissuri, en langar í fleiri.

Tóta

09/08/2005

Farin í frí !

Rannveig, netfangið hennar Yvette er ekki á póstlistanum.  Sendu henni það sem búið er að ákveða.

 

Auf Wiedersehen

 

Tóta

08/08/2005

Formlegt fundarboð !

Lúðukvöld Gleðikvennafélags Vallahrepps.
Ákveðið hefur verið að halda Lúðukvöld að Reynivöllum 14 laugardagskvöldið 10. september nk. og hefst það kl. 20.00 stundvíslega.
Fyrirkomulag verður á þann hátt að húsfreyjan mun sjóða súpu í stórum potti.
Hver félagskona kemur svo með hrátt fiskstykki með sér (óþarfi að taka með sér heilan fisk). Það má vera lax, silungur, lúða, þorskur eða hvað sem ykkur dettur í hug. Rækjur eru líka góðar í súpuna. Einhverjar gætu líka tekið með sér brauð í staðinn fyrir að koma með fiskstykki. Ath. að hafa fiskinn ekki frosinn.
Síðan verður snætt og spjallað fram á rauða nótt.
Hver og ein hefur með sér þau drykkjarföng sem henni hugnast að neyta á þessu væntalega ljúfa kvöldi.
Þær sem luma á góðum skemmtiatriðum, leikjum eða söngtextum, hafi slíkt með sér.
Sjáumst keikar.
Nefndin

Septemberfundur

Eigum við ekki bara að boða fundi heima hjá mér laugardaginn 10. september? Ég bý til fullan pott af grænmetis-fiskisúpu og svo koma konur annað hvort með fiskmeti eða brauðbollur. Þetta er efni í skemmtilegt kvöld. Við getum kallað fiskikvöldið Lúðukvöld Gleðikvennafélags Vallahrepps.
Þær sem vilja hafa með sér hvítvín eða annað alóhól get gert það áhyggjulaust. Ég truflast ekkert við það.
Kv.
Rannveig

Stórurðarganga

Ójá, við fórum í Stórurð - 12 manna hópur, 9 hressar konur og 3 knáir karlar. Gangan var ekki létt, en vel þess virði. Því miður klikkaði myndavélin mín í upphafi ferðar þannig að ég verð að leita á náðir annarra með myndefni. Vonandi vinnst tími til að setja inn einhverjar myndir síðar.

Við þurfum að halda fund í byrjun september og leggja línur varðandi heimsókn til Reykjavíkurdeildarinnar, sem stefnt er að í október eða nóvember.

Við þurfum svo að endurnýja póstlista, þar sem netföng haf breyst hjá mörgum. Þið megið gjarnan senda póst á annað hvort mig (tota(at)ts.is) eða Rannveigu (rannveig(at)tmd.is).

Meira síðar !

04/08/2005

Lýtalækningar ...

Ákvað að síða þessi þyrfti á andlitslyftingu að halda. Farið var að bera á hrukkum og blettum og því bráðnauðsynlegt að grípa til nauðsynlegra úrbóta.
Veðurspáin er ekki mjög hagstæð fyrir Stórurðargöngu en ég held að það sé ekki rétt að vera með neina svartsýni,

Sjáumst á laugardaginn með nesti og nýja skó, eða bara þessa gömlu góðu.

03/08/2005

Gönguferð !

Jæja stelpur. Þér er loks komið að hinni árlegu sumargöngu Gleðikvennafélags Vallahrepps. Eins og ákveðið var á fundi í vetur verður nú gengið í Stórurð. Að þessu sinni var ákveðið að börn, eiginmenn, unnustar og aðrir væru velkomnir með.

Við ætlum að hittast við KHB Egilsstöðum laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 10.00. Þar verður lagt á ráðin með hvort sameinast verður í bíla eða stefnan tekin eitthvert annað ef þoka er úti á Héraði. Annars lofar veðurspáin góðu.

Gera má ráð fyrir að gangan taki u.þ.b. 2,5 tíma hvora leið, við verjum tveimur tímum í Urðinni þannig að við verðum komnar heim fyrir kvöldmat. Börn allt niður í 4 ára hafa gengið í Stórurð í sumar þannig að ef börnin eru vel skædd þá ráða þau alveg við þessa göngu.

Hver og einn tekur með sér nesti til dagsins.

Við hittumst því næsta laugardag með nesti og nýja skó og leggjum á vit ævintýranna.


Nefndin