06/09/2005

Fiskisúpa hvað... ??

Ég lá andvaka í nótt og velti fyrir mér erfiðu vandamáli. 
Eins og fram hefur komið ætlar Rannveig að bjóða til súpu á laugardaginn - fiskisúpu, talaði hún um.  Í gær rakst ég á hana í Samkaup/Kaupfélaginu.  Það eina sem hún hafði keypt voru fjögur mismunandi bréf af kattamat, laxabragð, humarbragð, grænmetis- og rækjublanda og svo eitthvað eitt enn sem ég man ekki hvað var.  Það sem hélt svo fyrir mér vöku var að þarna hafi hún kannski verið að ná sér í efnivið í fiskisúpuna.  Hún á að vísu kött, en kommon, fjögur bréf handa Kolgrímu einni !! 

Ég sofnaði ekki í nótt fyrr en ég leysti málið fyrir mig:  Tek með mér grænmeti og brauð og segist vera á sérstökum kúr !

Kveðja Tóta