Vel heppnað lúðukvöld !
Lúðukvöldið var í alla staði vel heppnað. Skemmtilegar konur, skemmtilegar umræður um ketti, börn, karlmenn, bækur, hrotur og svo ótal margt fleira, góður matur og drykkur en fyrst og fremst góður félagsskapur.
Ásta í Þingmúla sagði örugglega brandara kvöldsins en eins og gerist með góða brandara, það þarf að segja þá, ekki skrifa og verður því ekki reynt að endursegja hann hér,
Kolgríma, köttur húsfreyjunnar, var ekkert sérstaklega upprifin yfir þessum gestafans og var eldsnögg að skjótast út, þegar mér varð á að opna svaladyrnar. Sem betur fer, kom hún aftur til baka innan skamms. Anna Guðný og hún áttu svo í einuverjum stimpingum, sem ég kann ekki að skýra nánar en talið var að þær þyrftu báðar á einhvers konar sálgæslu að halda eftir þau samskipti.
Ég er viss um að Kolgríma á eftir að hafa illan bifur á okkur í framtíðinni.
Bestu þakkir fyrir góða kvöldstund !
Tóta
<< Home